Um LED Húsnúmer
LED Húsnúmer hefur starfað síðan í nóvember 2017 og höfum við síðan þá hannað og smíðað fjölda ljósaskilta sem prýða íslensk heimili og fyrirtæki um allt land.
Hvernig varð hugmyndin til?
Það er mjög algengt í íslenska skammdeginu að merkingar á húsum sjást lítið sem ekkert. Þetta þekkir Böðvar Sigurðsson, einn stofnenda fyrirtækisins, vel í starfi sínu sem leigubílstjóri. Hann ákvað að taka málin í sínar eigin hendur og hóf að hanna húsnúmer með LED lýsingu.
Síðan þá hafa skiltin okkar notið vaxandi vinsælda og prýða nú yfir 500 heimili og fyrirtæki um allt land.
Hafðu samband
Sími
+354 775 6080
Tölvupóstfang
ledhusnumer@ledhusnumer.is